Fótbolti

Arnar Grétarsson og Hólmar Örn í sigurliði | Afleitt gengi Íslendinga í Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hólmar Örn er að koma til baka eftir meiðsli.
Hólmar Örn er að koma til baka eftir meiðsli.

Arnar Grétarsson go lærisveinar hans í KSV Roeselare unnu í dag sinn annan leik í röð belgísku B-deildinni. Öruggur 3-0 sigur gegn St. Gilloise á heimavelli var niðurstaðan og er Roeselare komið af botninum en liðið er með átta stig þegar 11 umferðum er lokið. Lommel, lið Kolbeins Þórðarsonar, er á botninum en Stefán Gíslason var látinn taka poka sinn á dögunum eftir afleitt gengi. 

Í belgísku úrvalsdeildinni var Ari Freyr Skúlason á sínum stað er K.V. Oostende tapaði á heimavelli gegn Eupen, lokatölur 3-2 gestunum í vil eftir að Oostende höfðu verið 2-1 yfir þegar hálftími var eftir af leiknum. Tapið þýði rað Oostende er sem fyrr í 12. sæti deildarinnar með 11 stig á meðan Eupen er nú komið með níu stig. 

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Levski Sofia lagði Arda 2-1 í búlgörsku úrvalsdeildinni. Hólmar Örn er að koma til  baka eftir meiðsli en virðist vera búinn að vinna sér inn sæti í liðinu. Levski er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Ludogorets Razgrad. 

Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn sem fremsti maður er Vålerenga tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Eftir úrslit dagsins eru liðin jöfn með 29 stig en Vålerenga heldur 9. sætinu með betri markatölu. 

Íslendinga lið Kristianstad beið afhroð í sænsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði 5-0 gegn Eskilstuna. Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir léku allan leikinn í liði Esjberg. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 33 stig. 

Í Grikklandi var Ögmundur Kristinsson á sínum stað í marki AEL Larissa er liðið gerði 2-2 jafntefli við Panetolikos. Larissa hefur leikið sjö leiki og er sem stendur með níu stig í 6. sæti grísku úrvalsdeildarinnar.

Í Ungverjalandi kom Aron Bjarnason inn af varamannabekknum er lið hans Újpest tapaði 1-0 gegn Ferencvaros. Aron og félagar eru sem stendur í 7. sæti með 10 stig.


Tengdar fréttir

Gylfi skoraði í mikilvægum sigri

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov

Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.