Arnar Grétarsson og Hólmar Örn í sigurliði | Afleitt gengi Íslendinga í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 20:00 Hólmar Örn er að koma til baka eftir meiðsli. Arnar Grétarsson go lærisveinar hans í KSV Roeselare unnu í dag sinn annan leik í röð belgísku B-deildinni. Öruggur 3-0 sigur gegn St. Gilloise á heimavelli var niðurstaðan og er Roeselare komið af botninum en liðið er með átta stig þegar 11 umferðum er lokið. Lommel, lið Kolbeins Þórðarsonar, er á botninum en Stefán Gíslason var látinn taka poka sinn á dögunum eftir afleitt gengi. Í belgísku úrvalsdeildinni var Ari Freyr Skúlason á sínum stað er K.V. Oostende tapaði á heimavelli gegn Eupen, lokatölur 3-2 gestunum í vil eftir að Oostende höfðu verið 2-1 yfir þegar hálftími var eftir af leiknum. Tapið þýði rað Oostende er sem fyrr í 12. sæti deildarinnar með 11 stig á meðan Eupen er nú komið með níu stig. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Levski Sofia lagði Arda 2-1 í búlgörsku úrvalsdeildinni. Hólmar Örn er að koma til baka eftir meiðsli en virðist vera búinn að vinna sér inn sæti í liðinu. Levski er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Ludogorets Razgrad. Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn sem fremsti maður er Vålerenga tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Eftir úrslit dagsins eru liðin jöfn með 29 stig en Vålerenga heldur 9. sætinu með betri markatölu. Íslendinga lið Kristianstad beið afhroð í sænsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði 5-0 gegn Eskilstuna. Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir léku allan leikinn í liði Esjberg. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 33 stig. Í Grikklandi var Ögmundur Kristinsson á sínum stað í marki AEL Larissa er liðið gerði 2-2 jafntefli við Panetolikos. Larissa hefur leikið sjö leiki og er sem stendur með níu stig í 6. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Í Ungverjalandi kom Aron Bjarnason inn af varamannabekknum er lið hans Újpest tapaði 1-0 gegn Ferencvaros. Aron og félagar eru sem stendur í 7. sæti með 10 stig. Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. 19. október 2019 18:45 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Arnar Grétarsson go lærisveinar hans í KSV Roeselare unnu í dag sinn annan leik í röð belgísku B-deildinni. Öruggur 3-0 sigur gegn St. Gilloise á heimavelli var niðurstaðan og er Roeselare komið af botninum en liðið er með átta stig þegar 11 umferðum er lokið. Lommel, lið Kolbeins Þórðarsonar, er á botninum en Stefán Gíslason var látinn taka poka sinn á dögunum eftir afleitt gengi. Í belgísku úrvalsdeildinni var Ari Freyr Skúlason á sínum stað er K.V. Oostende tapaði á heimavelli gegn Eupen, lokatölur 3-2 gestunum í vil eftir að Oostende höfðu verið 2-1 yfir þegar hálftími var eftir af leiknum. Tapið þýði rað Oostende er sem fyrr í 12. sæti deildarinnar með 11 stig á meðan Eupen er nú komið með níu stig. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Levski Sofia lagði Arda 2-1 í búlgörsku úrvalsdeildinni. Hólmar Örn er að koma til baka eftir meiðsli en virðist vera búinn að vinna sér inn sæti í liðinu. Levski er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Ludogorets Razgrad. Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn sem fremsti maður er Vålerenga tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Eftir úrslit dagsins eru liðin jöfn með 29 stig en Vålerenga heldur 9. sætinu með betri markatölu. Íslendinga lið Kristianstad beið afhroð í sænsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði 5-0 gegn Eskilstuna. Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir léku allan leikinn í liði Esjberg. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 33 stig. Í Grikklandi var Ögmundur Kristinsson á sínum stað í marki AEL Larissa er liðið gerði 2-2 jafntefli við Panetolikos. Larissa hefur leikið sjö leiki og er sem stendur með níu stig í 6. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Í Ungverjalandi kom Aron Bjarnason inn af varamannabekknum er lið hans Újpest tapaði 1-0 gegn Ferencvaros. Aron og félagar eru sem stendur í 7. sæti með 10 stig.
Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. 19. október 2019 18:45 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30
Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55
Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30
Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. 19. október 2019 18:45
Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55