Enski boltinn

Roy Keane segir að Vieira hefði ekki komist í liðið hjá Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roy Keane og Patrick Vieira fyrir Meistaradeildarleik Villareal og Man. City árið 2011.
Roy Keane og Patrick Vieira fyrir Meistaradeildarleik Villareal og Man. City árið 2011. vísir/getty
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og nú sérfræðingur hjá Sky Sports, segir að Patrick Vieira hefði ekki komist í byrjunarliðið hjá Man. Utd.

Sögusagnir voru í gangi um tíma að Frakkinn væri á leið á Old Trafford en Keane sagði að hann hefði ekki komist í byrjunarliðið og það hefði hann ekki sætt sig við.

„Það voru sögusagnir um að Patrick væri að fara til United en ég held að hann hefði ekki komist í liðið hjá United,“ sagði Keane kokhraustur.

„Hann hefði bara verið í hópnum og ég held að hann hefði ekki sætt sig við það. Þú sérð áskorunina þegar Juan Sebastian Veron kom til félagsins,“ sagði Keane og sagði að aðrir leikmenn hefðu bætt sig eftir komu Veron.







„Félagið verður að bæta sig, verða betri og bretta upp ermar og sætta sig við samkeppnina. Ef þú vilt verða stór leikmaður hjá stóru félagi verðurðu að sætta sig við þessar áskoranir,“ sagði Keane.

Næst beindust spjótin að látunum í leikmannagöngunum í febrúar 2005 en þar lentu Vieira og Keane saman. Keane útskýrði í gær hvað hafi gerst þar.

„Ég var ekki sá sem var að slást í leikmannagöngunum en Patrick var að hóta Neville í göngunum og mér fannst hann ganga yfir strikið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×