Lögbann sett á þungunarrofslögin í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 23:54 Frá mótmælum gegn hjartsláttarfrumvarpinu í Atlanta í Georgíu í maí. Vísir/Getty Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra. Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07