Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 20:00 Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira