Enski boltinn

„Vona að Man. Utd þurfi ekki að bíða eins lengi og Liver­pool eftir Eng­lands­meistara­titlinum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba í leiknum gegn Arsenal á dögunum.
Paul Pogba í leiknum gegn Arsenal á dögunum. vísir/getty
Fyrrum framherji Manchester United, Dimitar Berbatov, segir að það sé sárt fyrir hann að viðurkenna það en að sitt fyrrum félag sé langt á eftir Man. City og Liverpool um þessar mundir.

Manchester United hefur ekki unnið Englandsmeistaratitilinn síðan 2013 er Sir Alex Ferguson stýrði United á sínu síðustu leiktíð.

Ole Gunnar Solsjær og lærisveinar eru strax tólf stigum á eftir toppliði Liverpool er einungis sjö leikir eru búnir af deildinni og það er ekki mikil gleði yfir Berbatov.

„Það er pirrandi og erfitt fyrir mig að viðurkenna að United er svo langt á eftir Manchester City og Liverpool,“ sagði Berbatov í samtali við Betfair.

„Þegar það kemur að því að spila leiki þá sérðu hversu mikið sjálfstraust þau hafa á boltanum og þau vita hvernig á að spila. United hefur það stundum ekki og þeir líða fyrir það.“







„Ég vona að Man. United endi ekki eins og Liverpool og þurfi að bíða í 29 ár eftir Englandsmeistaratitlinum. Sex ár er langur tími til að bíða eftir titli fyrir félag eins og Man. United,“ sagði Berbatov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×