Íslenski boltinn

Þórhallur rekinn frá Þrótti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórhallur og Halldór Geir Heiðarsson, sem var aðstoðarþjálfari Þróttar.
Þórhallur og Halldór Geir Heiðarsson, sem var aðstoðarþjálfari Þróttar. MYND/HEIMASÍÐA ÞRÓTTAR

Þórhalli Siggeirssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara Þróttar R.

Undir stjórn Þórhalls endaði Þróttur í 10. sæti Inkasso-deildar karla í sumar og bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni.

Þórhallur tók við Þrótti um miðjan febrúar eftir að Gunnlaugur Jónsson hætti sem þjálfari liðsins.

Þróttur fékk 22 stig í Inkasso-deildinni í sumar, jafn mörg og Haukar, en héldu sér uppi vegna hagstæðari markatölu. Þróttarar unnu ekki í síðustu sjö leikjum sínum í sumar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.