Íslenski boltinn

Þórhallur rekinn frá Þrótti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórhallur og Halldór Geir Heiðarsson, sem var aðstoðarþjálfari Þróttar.
Þórhallur og Halldór Geir Heiðarsson, sem var aðstoðarþjálfari Þróttar. MYND/HEIMASÍÐA ÞRÓTTAR
Þórhalli Siggeirssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara Þróttar R.Undir stjórn Þórhalls endaði Þróttur í 10. sæti Inkasso-deildar karla í sumar og bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni.Þórhallur tók við Þrótti um miðjan febrúar eftir að Gunnlaugur Jónsson hætti sem þjálfari liðsins.Þróttur fékk 22 stig í Inkasso-deildinni í sumar, jafn mörg og Haukar, en héldu sér uppi vegna hagstæðari markatölu. Þróttarar unnu ekki í síðustu sjö leikjum sínum í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.