Svæðisstjóri í Jemen segir ástandið fara versnandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2019 19:15 Barnaheill, Save the Children á Íslandi, settu af stað söfnunarátak fyrir verkefni í Jemen og Sýrlandi í dag. Stefnt er að því að safna hundrað milljónum króna fyrir verkefni Save the Children í Sýrlandi og Jemen næsta mánuðinn. Forsetahjónin settu átakið í Smáralind. Fréttastofa ræddi við Tamer Kirolos, svæðisstjóra samtakanna í Jemen, sem segir Save the Children reka þó nokkurn fjölda verkefna í landinu. Taldi hann meðal annars upp heilbrigðis-, og hreinlætisaðstoð. Einnig fengju fjölskyldur styrki fyrir matarinnkaupum. „Það er afar mikilvægt að vernda börnin. Auðvitað eru börn viðkvæm fyrir afleiðingum átaka sem þessara, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar.“ Kirolos segir ástandið í landinu afar slæmt eftir átök undanfarinna ára. Tíu milljónir búi við sáran skort og alls þurfi um áttatíu prósent þjóðarinnar á aðstoð að halda. „Því miður er ástandið að versna og það hefur versnað stöðugt. Auðvitað er þetta versta mannúðarkrísa heims og hún er af mannavöldum. Hún stafar af átökum,“ segir hann og bætir því við að staðan muni ekki batna fyrr en alþjóðasamfélagið þrýstir á stríðandi fylkingar að koma á friði. „Þangað til vopnahléi er komið á, þangað til viðræður um friðarferlið fara almennilega af stað mun ástandið halda áfram að versna,“ segir Kirolos. Jemen Tengdar fréttir Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Barnaheill, Save the Children á Íslandi, settu af stað söfnunarátak fyrir verkefni í Jemen og Sýrlandi í dag. Stefnt er að því að safna hundrað milljónum króna fyrir verkefni Save the Children í Sýrlandi og Jemen næsta mánuðinn. Forsetahjónin settu átakið í Smáralind. Fréttastofa ræddi við Tamer Kirolos, svæðisstjóra samtakanna í Jemen, sem segir Save the Children reka þó nokkurn fjölda verkefna í landinu. Taldi hann meðal annars upp heilbrigðis-, og hreinlætisaðstoð. Einnig fengju fjölskyldur styrki fyrir matarinnkaupum. „Það er afar mikilvægt að vernda börnin. Auðvitað eru börn viðkvæm fyrir afleiðingum átaka sem þessara, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar.“ Kirolos segir ástandið í landinu afar slæmt eftir átök undanfarinna ára. Tíu milljónir búi við sáran skort og alls þurfi um áttatíu prósent þjóðarinnar á aðstoð að halda. „Því miður er ástandið að versna og það hefur versnað stöðugt. Auðvitað er þetta versta mannúðarkrísa heims og hún er af mannavöldum. Hún stafar af átökum,“ segir hann og bætir því við að staðan muni ekki batna fyrr en alþjóðasamfélagið þrýstir á stríðandi fylkingar að koma á friði. „Þangað til vopnahléi er komið á, þangað til viðræður um friðarferlið fara almennilega af stað mun ástandið halda áfram að versna,“ segir Kirolos.
Jemen Tengdar fréttir Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00