Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 6. október 2019 19:46 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Egill Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. Hann segir þá sem ekki hafa komið til Kína hafa ranga ímynd af landinu. Stjórnvöld í Kína hafa lengi verið gagnrýnd fyrir aðgerðir sínar gegn einstaklingsfrelsi. Mótmælin í Hong Kong, sem upphaflega snerust um frumvarp um að heimila framsal á þessu sjálfstjórnarsvæði til meginlandsins, hafa verið í umræðunni undanfarna fjóra mánuði.Rúmlega þrjátíu ríki undirrituðu svo yfirlýsingu í september þar sem meðferð uyghur-múslima í Xinjiang-héraði Kína var fordæmd. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað farið fram á að Kínverjar heimili óháða rannsókn á meintum ólögmætum handtökum og mannshvörfum en án árangurs. Stjórnvöld í Kína segja að uyghur-múslimarnir búi nú í endurmenntunarstöðvum þar sem unnið sé gegn öfgavæðingu. Einnig hefur lengi verið rætt um ritskoðun Kínverja á veraldarvefnum. Stjórnvöld hafa ritskoðað vefsíður, upplýsingar og jafnvel stök orð í því skyni að koma í veg fyrir mótmæli. Til dæmis var myllumerkið #metoo sett á bannlista. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir að þeir sem ekki hafa farið til Kína gætu haft ranga hugmynd um ástandið þar í landi. Mikilvægt sé að tryggja öryggi. „Kínverjar njóta frelsis í þjóðfélaginu, ástandið í Hong Kong og Xinjiang og netöryggi, kínverskar öryggissveitir hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Þetta er ástandið í Kína,“ segir Jin Zhijian. Hong Kong Kína Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. Hann segir þá sem ekki hafa komið til Kína hafa ranga ímynd af landinu. Stjórnvöld í Kína hafa lengi verið gagnrýnd fyrir aðgerðir sínar gegn einstaklingsfrelsi. Mótmælin í Hong Kong, sem upphaflega snerust um frumvarp um að heimila framsal á þessu sjálfstjórnarsvæði til meginlandsins, hafa verið í umræðunni undanfarna fjóra mánuði.Rúmlega þrjátíu ríki undirrituðu svo yfirlýsingu í september þar sem meðferð uyghur-múslima í Xinjiang-héraði Kína var fordæmd. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað farið fram á að Kínverjar heimili óháða rannsókn á meintum ólögmætum handtökum og mannshvörfum en án árangurs. Stjórnvöld í Kína segja að uyghur-múslimarnir búi nú í endurmenntunarstöðvum þar sem unnið sé gegn öfgavæðingu. Einnig hefur lengi verið rætt um ritskoðun Kínverja á veraldarvefnum. Stjórnvöld hafa ritskoðað vefsíður, upplýsingar og jafnvel stök orð í því skyni að koma í veg fyrir mótmæli. Til dæmis var myllumerkið #metoo sett á bannlista. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir að þeir sem ekki hafa farið til Kína gætu haft ranga hugmynd um ástandið þar í landi. Mikilvægt sé að tryggja öryggi. „Kínverjar njóta frelsis í þjóðfélaginu, ástandið í Hong Kong og Xinjiang og netöryggi, kínverskar öryggissveitir hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Þetta er ástandið í Kína,“ segir Jin Zhijian.
Hong Kong Kína Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira