Enski boltinn

Neville: Held að Liverpool geti ekki tapað þessu úr því sem komið er

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool.
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool. vísir/getty
Þegar átta umferðir eru búnar af enska boltanum er silfurliðið frá því á síðustu leiktíð, Liverpool, með átta stiga forskot á Englandsmeistarana í Manchester City.

Liverpool vann 2-1 sigur á Leicester með marki á 95. mínútu úr vítaspyrnu á meðan Manchester City tapaði 2-0 fyrir Wolves á heimavelli í gær.

Umferðin var gerð upp á Sky Sports í gær en Gary Neville, Jamie Redknapp og Greame Souness sögðu allir sína skoðun á forystu Liverpool.

„Ég held að þeir geti ekki tapað þessu úr því sem komið er,“ sagði Gary Neville er hann gerði upp helgina í enska boltanum.

„Þeir eru klárlega líklegastir en ef Van Dijk eða Salah meiðast þá gæti þetta breytast. Það eru þrjátíu leikir eftir af mótinu.“







Annar sparkspekingur Sky Sports og fyrrum stjóri Liverpool, Greame Souness, er þó ekki jafn viss og Neville.

„Reynsla mín af fótboltanum er sú að taka ekki neinu sem sjálfsögðum hlut,“ bætti Souness við. Jamie Redknapp tók í svipaðan streng og Neville.

„Þetta var frábær helgi fyrir Liverpool og gerist varla betri fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þetta er þeirra að tapa núna. Ef þeir halda haus, halda Van Dijk og Salah án meiðsla þá held ég að Liverpool vinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×