Hinn ungi Callum Hudson-Odoi var hræddur um að hann myndi aldrei spila fótbolta aftur þegar hann meiddist á síðasta tímabili.
Hudson-Odoi sleit hásin á seinni hluta síðasta tímabili og missti af lokaleikjum Chelsea í úrvalsdeildinni, úrslitaleik Evrópudeildarinnar og Þjóðadeildinni með Englandi.
Ungstirnið hefur hins vegar byrjað þetta tímabil af miklum krafti, með þrjár stoðsendingar og eitt mark í fjórum leikjum.
„Það fyrsta sem ég hugsaði var hvort ég myndi ná að spila aftur. Ég vissi að ég hefði gert eitthvað virkilega alvarlegt svo ég hafði miklar áhyggjur,“ sagði 18 ára Hudson-Odoi við Sky Sports.
„Fjölskyldan hélt trúnni í mér að ég myndi ná að koma til baka.“
Meiðsli Hudson-Odoi komu á slæmum tímapunkti, því hann var rétt við það að stimpla sig almennilega inn í bæði aðallið Chelsea og enska A-landsliðið.
„Ég varð mjög reiður yfir þessu því allt var að ganga upp fyrir mig. Ég var að spila leiki, fékk kallið í landsliðið, þetta var að ganga fullkomlega.“
„Ég er mjög ánægður með hvernig ég kom til baka, vonandi get ég haldið áfram að bæta mig,“ sagði Callum Hudson-Odoi.
Óttaðist að hann myndi aldrei spila aftur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn



Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


„Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“
Enski boltinn

Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn