Erlent

Sósíalistar unnu kosningasigur

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Antonio Costa fagnaði sigri.
Antonio Costa fagnaði sigri. Nordicphotos/Getty
Sósíalistar unnu sigur í portúgölsku kosningunum á sunnudag en fengu ekki hreinan meirihluta þingmanna. Antonio Costa forsætisráðherra mun því þurfa að reiða sig aftur á róttæka vinstriflokka til þess að mynda ríkisstjórn eða minnihlutastjórn eins og hefur setið frá 2015.

Sósíalistar fengu 106 af 230 þingsætum, sem var fjölgun um 20 sæti frá kosningunum 2015 þegar Costa komst til valda. Hægriflokkur Rui Rio tapaði hins vegar 12 sætum og fékk 77 og hinn hægrisinnaði Flokkur fólksins tapaði 13 af 18 sætum sínum.

Talið er að stjórnarmyndunin gæti reynst flóknari í ár en árið 2015, þegar takmark allra vinstriflokkanna var að koma hægristjórn Passos Coelho frá. Í ljósi yfirburðastöðu Sósíalista gæti Costa falast eftir því að sitja áfram í minnihlutastjórn. Óvíst er hvort Kommúnistaflokkurinn, sem studdi minnihlutastjórnina, samþykki það en flokkurinn fór illa út úr kosningunum og tapaði 5 af 17 sætum.

Niðurstaða kosninganna rímar vel við þann aukna stuðning sem sósíaldemókratar í Evrópu hafa fengið á undanförnu ári. Meðal annars í kosningum í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×