Enski boltinn

Segja Solskjær óttast að missa starfið fái hann skell gegn Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær eftir tapið gegn Newcastle um helgina.
Solskjær eftir tapið gegn Newcastle um helgina. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er byrjaður að óttast um starf sitt eftir slaka byrjun United á leiktíðinni.

United hefur ekki byrjað verr í ensku úrvalsdeildinni í 30 ár og eftir landsleikjahlé bíður þess leikur gegn toppliði Liverpool sem hefur enn ekki tapað stigi.

Solskjær hefur sagt að leikurinn sé fullkominn fyrir Man. Utd á þessum tímapunkti en talið er þó að hinn 46 ára gamli Solskjær verði undir mikilli pressu tapi hann leiknum á Old Trafford.United er einungis tveimur stigum frá fallsæti og Daily Mail segir að Ed Woodward, stjórnarformaður United, sé byrjaður að íhuga stöðu Solskjær. Stórt tap á Old Trafford og Norðmaðurinn gæti fengið sparkið.

Solskjær var ráðinn tímabundinn stjóri United í desember fyrir tæpu ári síðan er Jose Mourinho var rekinn. Hann fékk svo langtímasamning í mars eftir að hafa slegið út PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftir það hefur allt gengið á afturfótunum. Liðið hefur ekki unnið útileik síðan í París og vandræðin í deildinni eru mikil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.