Kristinn hættir á toppnum hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. október 2019 13:00 Kristinn með stóra bikarinn. mynd/kr Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira