Átök á tveimur vígstöðvum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. október 2019 07:15 Johnson kennir Evrópusambandinu um. Nordicphotos/Getty Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. Samning sem hann hefur kallað lokaboð. Heimildarmaður innan Downingstrætis 10 varð vitni að hávaðarifrildi Johnsons og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í gegnum síma, þar sem landamæri Norður-Írlands voru enn einu sinni ásteytingarsteinninn. Stjórn Johnsons og Evrópusambandið keppast nú við að klína sökinni hvort á annað. Andstæðingar Johnsons heima fyrir halda því fram að engin alvara hafi verið að baki tilboðinu og bak við tjöldin sé unnið að samningslausri útgöngu. Þetta hafi verið augljóst eftir að DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, og öfgafullir útgöngusinnar í Íhaldsflokknum tóku vel í tilboðið. Á meðan er tekist á um Benn-löggjöfina svokölluðu í dómsölum Skotlands, sem skylda á Johnson til að sækja um frest. Fyrir helgi vísaði dómari frá beiðni Joönnu Cherry, þingmanns Skoska þjóðarflokksins og tveggja forstjóra, um að þvinga Johnson til að fylgja löggjöfinni. Treysta yrði loforðum stjórnarinnar um að halda lögin. Í gær var tekist á um hvort dómstólarnir sjálfir gætu tekið fram fyrir hendurnar á Johnson, og sent beiðni um útgöngufrest ef hann gerði það ekki þann 19. október. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. Samning sem hann hefur kallað lokaboð. Heimildarmaður innan Downingstrætis 10 varð vitni að hávaðarifrildi Johnsons og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í gegnum síma, þar sem landamæri Norður-Írlands voru enn einu sinni ásteytingarsteinninn. Stjórn Johnsons og Evrópusambandið keppast nú við að klína sökinni hvort á annað. Andstæðingar Johnsons heima fyrir halda því fram að engin alvara hafi verið að baki tilboðinu og bak við tjöldin sé unnið að samningslausri útgöngu. Þetta hafi verið augljóst eftir að DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, og öfgafullir útgöngusinnar í Íhaldsflokknum tóku vel í tilboðið. Á meðan er tekist á um Benn-löggjöfina svokölluðu í dómsölum Skotlands, sem skylda á Johnson til að sækja um frest. Fyrir helgi vísaði dómari frá beiðni Joönnu Cherry, þingmanns Skoska þjóðarflokksins og tveggja forstjóra, um að þvinga Johnson til að fylgja löggjöfinni. Treysta yrði loforðum stjórnarinnar um að halda lögin. Í gær var tekist á um hvort dómstólarnir sjálfir gætu tekið fram fyrir hendurnar á Johnson, og sent beiðni um útgöngufrest ef hann gerði það ekki þann 19. október.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira