Innlent

Bein út­sending: Um­hverfis­dagur at­vinnu­lífsins 2019

Atli Ísleifsson skrifar
Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019 verður haldinn í Norðurljósum í Hörpu í dag. Hægt verður að fylgjast með dagskránni á Vísi, en hún hefst klukkan 8.30 og stendur til hádegis.

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, en um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

„Dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10 þegar gert verður kaffihlé. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir m.a. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019, fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað,“ segir í tilkynningu frá SA.





Dagskrá fyrri hluta

Setning

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir

Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samstarfsvettvangsins

Umhverfismál og auðlindanýting á Norðurslóðum

Heiðar Guðjónsson, formaður Efnahagsráðs Norðurskautsins

Loftslagsbreytingar, lífríki hafsins og auðlindir

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Tækifæri og áskoranir vegna loftslagsbreytinga

Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin Valnefnd verðlaunanna skipuðu Ragna Sara Jónsdóttir, Bryndís Skúladóttir og Sigurður M. Harðarson

Kaffihlé kl. 10-10.30

Dagskrá seinni hluta

Jákvæðar fyrirmyndir

Októ Einarsson, stjórnarformaður ÖlgerðarinnarGréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla

Úrgangsmál, samkeppni og hringrásarhagkerfið

Bryndís Skúladóttir, verkfræðingur hjá VSÓ

Orkuskipti í flutninga- og hópferðabílum

Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku

Aðlögun að loftslagsbreytingum 

Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna ohf.

12.00 Súpa, spjall og netagerð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×