Enski boltinn

Birkir orðaður við Derby og Stoke

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir hefur leikið 79 landsleiki og skorað tólf mörk.
Birkir hefur leikið 79 landsleiki og skorað tólf mörk. vísir/daníel
Ensku B-deildarliðin Derby County og Stoke City hafa áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni samkvæmt the Sunday People.

Þýska úrvalsdeildarliðið Nürnberg ku einnig hafa áhuga á Birki sem hefur verið án félags síðan samningi hans við Aston Villa var rift í síðasta mánuði.

Fyrr í þessum mánuði var Birkir orðaður við lið í Danmörku, þ.á.m. meistara FC København.

Birkir lék alls 53 leiki fyrir Aston Villa á árunum 2017-19 og skoraði sex mörk. Þar áður lék hann með Basel. Hann varð einu sinni svissneskur meistari með liðinu.

Birkir var í byrjunarliði Íslands í báðum leikjum liðsins í undankeppni EM 2020 fyrr í þessum mánuði og skoraði gegn Moldóvu á Laugardalsvellinum.

Íslenska landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra í næsta mánuði verður tilkynntur á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×