Fótbolti

Dönsku meistararnir hafa áhuga á Birki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir gætið verið á leið til Danmerkur.
Birkir gætið verið á leið til Danmerkur. vísir/getty
Danmerkurmeistarar F.C. København hafa áhuga á Birki Bjarnasyni. BT greinir frá.Birkir hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Aston Villa í sumar.Samkvæmt heimildum BT hafa nokkur lið í dönsku úrvalsdeildinni áhuga á íslenska landsliðsmanninum, þ.á.m. FCK og Midtjylland.Þótt búið sé að loka félagaskiptaglugganum geta félög enn samið við samningslausa leikmenn.Birkir, sem er 31 árs, lék báða leiki Íslands í undankeppni EM 2020 fyrr í þessum mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.