Fótbolti

Dönsku meistararnir hafa áhuga á Birki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir gætið verið á leið til Danmerkur.
Birkir gætið verið á leið til Danmerkur. vísir/getty

Danmerkurmeistarar F.C. København hafa áhuga á Birki Bjarnasyni. BT greinir frá.

Birkir hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Aston Villa í sumar.

Samkvæmt heimildum BT hafa nokkur lið í dönsku úrvalsdeildinni áhuga á íslenska landsliðsmanninum, þ.á.m. FCK og Midtjylland.

Þótt búið sé að loka félagaskiptaglugganum geta félög enn samið við samningslausa leikmenn.

Birkir, sem er 31 árs, lék báða leiki Íslands í undankeppni EM 2020 fyrr í þessum mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.