Uli Höness um þýsku markvarðarbaráttuna: „Þetta er brandari“

Mikill hiti hefur verið í Þýskalandi undanfarnar vikur eftir að Marc-Andre ter Stegen steig fram í fjölmiðlum og sagðist vilja spila meira með þýska landsliðinu.
Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen, hefur nánast átt markvarðarstöðuna hjá þýska landinu undanfarin ár og við það er Barcelona-maðurinn ekki sáttur.
Það er aldrei lognmolla í kringum Uli Höness, forseta Bayern Munchen, og hann sendir Ter Stegen tóninn í viðtali við Sport 1 í Þýskalandi.
„Þetta er brandari. Mér finnst það ekki í lagi hvernig fjölmiðlar í Munchen hafa farið með þetta mál,“ sagði Höness í samtali við Sport 1 er hann ræddi málið.
„Fjölmiðlar í vestur Þýskalandi styðja svakalega við Marc-Andre, eins og hann hafi unnið 17 HM titla. Ég sé ekki neinn stuðning við Neuer frá Suður-Þýskalandi. Það er ekki í lagi að koma með svona til almennings.“
Uli Hoeness issues ruthless Marc-Andre ter Stegen blast as he wades into Manuel Neuer rowhttps://t.co/hTxz4Za8Du pic.twitter.com/yNcPJibZiV
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 19, 2019
„Hann getur ekki krafist þess að spila. Þetta er erfiðara fyrir markverði en aðra leikmenn því þú getur ekki endalaust verið að skipta.“
„Sá æðsti verður að vera skýr og segja að Manuel Neuer sé númer eitt. Hann hefur verið besti markvörðurinn í mörg ár. Hann var meiddur um tíma en það var klárt að hann yrði númer eitt þegar hann kæmi til baka og það er hann.“
Tengdar fréttir

Ter Stegen svarar Neuer: „Hann getur ekki talað um mínar tilfinningar“
Þýsku landsliðsmarkverðirnir í fótbolta eru ekki sáttir með hvorn annan og eiga í smá rifrildi í fjölmiðlum.

Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“
Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen.