Ferðamenn fari með gát vegna vatnavaxta á Vesturlandi og Vestfjörðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2019 13:27 Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Veðurfræðingur biðlar til almennings að fylgjast vel með veðurfréttum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn. Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn.
Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15
Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10
Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10
Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43