Innlent

Enn einn blauti dagurinn

Atli Ísleifsson skrifar
Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag.
Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. vísir/vilhelm

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum.

Á vef Veðurstofunnar segir að rennsli í ám og lækjum hafi aukist mjög og megi búast við áframhaldandi vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum. Allvíða hafa orðið skemmdir á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum eins og sagt var frá í gær.

Spáð er rigningu í flestum landshlutum, en dregur úr úrkomu er líður á daginn, fyrst sunnan- og austantil. Hitinn veður á bilinu átta til fjórtán stigum, en allt að átján stigum norðaustanlands.

„Um helgina má búast við suðaustlægari átt, væta á köflum en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi og þar verða einnig hæstu hitatölurnar og gætu daðrað við 20 stigin þar. Annars staðar verður þokkalega milt og hitinn víða 9 til 14 stig.

Austlægari vindur eftir helgi, kólnar heldur og mun mesta úrkoman smám saman færa sig yfir á suðaustanvert landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur næstu daga

Á sunnudag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, ne 13-15 við S- og SV-ströndina. Rigning eða súld SA-lands, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Þykknar upp V-lands síðdegis með lítilsháttar rigningu. Hiti 8 til 18 stig, svalast við A-ströndina.

Á mánudag (haustjafndægur): Suðaustlæg átt, 3-10, en 10-13 víða við A-ströndina. Rigning eða súld S- og V-til á landinu, en þurrt að kalla NA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag og miðvikudag: Áframhaldandi suðaustlægar átt með rigningu eða súld, einkum SA-lands, en úrkomulítið N-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast V- og N-lands.

Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt með vætu SA-lands, en bjart með köflum V- og N-lands. Milt í veðri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.