Innlent

Enn einn blauti dagurinn

Atli Ísleifsson skrifar
Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag.
Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. vísir/vilhelm
Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum.Á vef Veðurstofunnar segir að rennsli í ám og lækjum hafi aukist mjög og megi búast við áframhaldandi vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum. Allvíða hafa orðið skemmdir á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum eins og sagt var frá í gær.Spáð er rigningu í flestum landshlutum, en dregur úr úrkomu er líður á daginn, fyrst sunnan- og austantil. Hitinn veður á bilinu átta til fjórtán stigum, en allt að átján stigum norðaustanlands.„Um helgina má búast við suðaustlægari átt, væta á köflum en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi og þar verða einnig hæstu hitatölurnar og gætu daðrað við 20 stigin þar. Annars staðar verður þokkalega milt og hitinn víða 9 til 14 stig.Austlægari vindur eftir helgi, kólnar heldur og mun mesta úrkoman smám saman færa sig yfir á suðaustanvert landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur næstu daga

Á sunnudag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, ne 13-15 við S- og SV-ströndina. Rigning eða súld SA-lands, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Þykknar upp V-lands síðdegis með lítilsháttar rigningu. Hiti 8 til 18 stig, svalast við A-ströndina.Á mánudag (haustjafndægur): Suðaustlæg átt, 3-10, en 10-13 víða við A-ströndina. Rigning eða súld S- og V-til á landinu, en þurrt að kalla NA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.Á þriðjudag og miðvikudag: Áframhaldandi suðaustlægar átt með rigningu eða súld, einkum SA-lands, en úrkomulítið N-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast V- og N-lands.Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt með vætu SA-lands, en bjart með köflum V- og N-lands. Milt í veðri.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.