Íslenski boltinn

FH tryggði sætið í Pepsi Max deildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
FH-stúlkur fagna marki fyrr í sumar.
FH-stúlkur fagna marki fyrr í sumar. mynd/jóhannes long/fésbókarsíða FH

FH tryggði sæti sitt í Pepsi Max deild kvenna að ári með sigri á Aftureldingu í lokaumferð Inkassodeildar kvenna í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik byrjaði seinni hálfleikur illa fyrir heimakonur í Aftureldingu þegar Margrét Regína Grétarsdóttir fékk sitt seinna gula spjald og var rekin af velli.

Gestirnir úr Hafnarfirði settu aukakraft í sóknina og var það Margrét Sif Magnúsdóttir sem braut ísinn á 76. mínútu með skallamarki. Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn í 1-0 sigri FH.

FH tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar og sætið í efstu deild. Þær fara þangað með deildarmeisturum Þróttar sem völtuðu yfir Grindavík 9-0.

Tindastóll vann ÍA 4-1 og gerði þar með það sem þær þurftu til þess að eiga möguleika á sæti í Pepsi Max deildinni en FH hefði þurft að tapa sínum leik.

Þá unnu Haukar ÍR 3-2 í Hafnarfirði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.