Íslenski boltinn

FH tryggði sætið í Pepsi Max deildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
FH-stúlkur fagna marki fyrr í sumar.
FH-stúlkur fagna marki fyrr í sumar. mynd/jóhannes long/fésbókarsíða FH
FH tryggði sæti sitt í Pepsi Max deild kvenna að ári með sigri á Aftureldingu í lokaumferð Inkassodeildar kvenna í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik byrjaði seinni hálfleikur illa fyrir heimakonur í Aftureldingu þegar Margrét Regína Grétarsdóttir fékk sitt seinna gula spjald og var rekin af velli.

Gestirnir úr Hafnarfirði settu aukakraft í sóknina og var það Margrét Sif Magnúsdóttir sem braut ísinn á 76. mínútu með skallamarki. Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn í 1-0 sigri FH.

FH tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar og sætið í efstu deild. Þær fara þangað með deildarmeisturum Þróttar sem völtuðu yfir Grindavík 9-0.

Tindastóll vann ÍA 4-1 og gerði þar með það sem þær þurftu til þess að eiga möguleika á sæti í Pepsi Max deildinni en FH hefði þurft að tapa sínum leik.

Þá unnu Haukar ÍR 3-2 í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×