Enski boltinn

Jóni Daða mistókst að skora og Swansea upp að hlið Leeds á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Swansea og Bristol í dag.
Úr leik Swansea og Bristol í dag. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson spilaði fyrstu 69 mínúturnar er liðið tapaði 2-1 fyrir QPR á heimavelli.

Staðan var markalaus í hálfleik en í tvígang komust QPR yfir. Sigurmarkið skoraði Nahki Wells stundarfjórðungi fyrir leikslok.

QPR er með sigrinum komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliðunum, en Millwall er í 16. sæti deildarinnar.

Bristol og Swansea gerðu markalaust jafntefli en með sigrinum fer Swansea upp að hlið Leeds á toppnum. Bæði lið með sautján stig.

Öll úrslit dagsins:
Leeds - Derby 1-1
Brentford - Stoke 0-0
Bristol - Swansea 0-0
Cardiff - Middlesbrough 1-0
Luton - Hull 0-3
Millwall - QPR 1-2
Nottingham Forest - Barnsley 1-0
Reading - Blackburn 1-2
Sheffield Wednesday - Fulham 1-1
Wigan - Charlton 2-0
Birmingham - Preston 0-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.