Íslenski boltinn

Leiknir F. og Vestri upp í Inkasso

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leiknir er deildarmeistari í 2. deild karla
Leiknir er deildarmeistari í 2. deild karla mynd/facebook-síða leiknis

Leiknir F. og Vestri spila í Inkassodeild karla næsta sumar eftir að hafa endað í efstu sætum 2. deildarinnar.

Lokaumferð deildarinnar fór fram í dag og var þriggja liða barátta um sætin í Inkasso, en Selfoss átti möguleika á að taka annað sætið.

Vestri tryggði sitt sæti með öruggum 7-0 sigri á botnliði Tindastóls, sem var fyrir umferðina fallið niður í þriðju deild.

Útlitið var svart hjá Leikni í hálfeik en þeir voru undir gegn Fjarðarbyggð. Í seinni hálfleik tóku Leiknismenn málin hins vegar í sínar hendur og sneru leiknum sér í vil, lokatölur urðu 3-1 fyrir Leikni.

Það skipti því ekki máli þó Selfoss hafi unnið Kára 2-0, Selfyssingar enduðu með 44 stig, Leiknir 46 og Vestri 45. Selfoss situr því eftir í annarri deildinni.

Fyrir umferðina í dag var ljóst að Tindastóll og KFG væru fallin niður í þriðju deild.

Úrslit lokaumferðar 2. deildar:
Fjarðabyggð - Leiknir F. 1-3
Vestri - Tindastóll 7-0
Kári - Selfoss 0-2
ÍR - KFG 4-4
Völsungur - Þróttur V. 3-1
Víðir - Dalvík/Reynir 2-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.