Íslenski boltinn

Leiknir F. og Vestri upp í Inkasso

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leiknir er deildarmeistari í 2. deild karla
Leiknir er deildarmeistari í 2. deild karla mynd/facebook-síða leiknis
Leiknir F. og Vestri spila í Inkassodeild karla næsta sumar eftir að hafa endað í efstu sætum 2. deildarinnar.

Lokaumferð deildarinnar fór fram í dag og var þriggja liða barátta um sætin í Inkasso, en Selfoss átti möguleika á að taka annað sætið.

Vestri tryggði sitt sæti með öruggum 7-0 sigri á botnliði Tindastóls, sem var fyrir umferðina fallið niður í þriðju deild.

Útlitið var svart hjá Leikni í hálfeik en þeir voru undir gegn Fjarðarbyggð. Í seinni hálfleik tóku Leiknismenn málin hins vegar í sínar hendur og sneru leiknum sér í vil, lokatölur urðu 3-1 fyrir Leikni.

Það skipti því ekki máli þó Selfoss hafi unnið Kára 2-0, Selfyssingar enduðu með 44 stig, Leiknir 46 og Vestri 45. Selfoss situr því eftir í annarri deildinni.

Fyrir umferðina í dag var ljóst að Tindastóll og KFG væru fallin niður í þriðju deild.

Úrslit lokaumferðar 2. deildar:

Fjarðabyggð - Leiknir F. 1-3

Vestri - Tindastóll 7-0

Kári - Selfoss 0-2

ÍR - KFG 4-4

Völsungur - Þróttur V. 3-1

Víðir - Dalvík/Reynir 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×