Enski boltinn

Solskjær lofar ungu strákunum spilatíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mason Greenwood skoraði sigurmark United í Evrópudeildinni á fimmtudag
Mason Greenwood skoraði sigurmark United í Evrópudeildinni á fimmtudag vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær lofar því að spila ungum leikmönnum Manchester United mikið í vetur.

United vann Astana í Evrópudeildinni á fimmtudag þar sem hinn 17 ára gamli Mason Greenwood skoraði sigurmarkið. Í þeim leik voru 19 ára Tahith Chong og 21 árs Axel Tuanzebe í byrjunarliði United.

„Þú lærir mikið á að spila ungum leikmönnum,“ sagði Solskjær við Sky Sports.

„Þú vilt að þeir fái tækifæri til þess að sanna sig svo þeir hafi eitthvað til þess að byggja ofan á. Mér fannst það hafa gengið upp á móti Astana.“

Greenwood hefur enn ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur komið inn í fjórum af fimm leikjum United.

„Þeir eru næstum því tilbúnir til þess að spila í úrvalsdeildinni. Þess vegna eru þeir að æfa með okkur og þeir hafa staðið sig vel þar.“

„Þið munuð sjá nóg af ungu strákunum. Í Evrópudeildinni, bikarkeppnunum og kannski aðeins í úrvalsdeildinni.“

„Það er kominn tími til þess að þeir fái að spila og sjá hvort þeir séu tilbúnir í úrvalsdeildina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×