Ágúst um framhaldið: Veit ekki hvernig þetta endar en erum búnir að setjast niður og ræða málin Anton Ingi Leifsson og Einar Kárason skrifa 22. september 2019 21:45 Ágúst Gylfason á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/daníel „Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli Blika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikið rok og grenjandi rigning er liðin mættust á Hásteinsvelli í dag og Ágúst var ekki hrifinn. „Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrir fram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” „Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. „Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” „Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. „Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” „Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og aðspurður hvort að Ágúst verði áfram þjálfari liðsins svaraði hann: „Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli Blika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikið rok og grenjandi rigning er liðin mættust á Hásteinsvelli í dag og Ágúst var ekki hrifinn. „Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrir fram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” „Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. „Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” „Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. „Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” „Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og aðspurður hvort að Ágúst verði áfram þjálfari liðsins svaraði hann: „Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30