Erlent

John­son sakar einnig Írani um á­rásina

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson er nú á leið til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Boris Johnson er nú á leið til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Getty

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka Íran um að hafa staðið á bakvið árásina á olíuvinnslustöð Sádi-Araba á dögunum.

Johnson segir afar miklar líkur á því að Írönum sé um að kenna, en þeir hafa þó staðfastlega neitað því.

Johnson vill heldur ekki útiloka að gripið verði til hernaðaraðgerða og segir auknar viðskiptaþvinganir einnig mögulegar vegna málsins.

Bandaríkjamenn, sem einnig kenna Írönum um árásina, hafa ákveðið að fjölga í herliði sínu í Sádi-Arabíu.

Johnson er nú á leið til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars hitta forseta Írans, Hassan Rouhani.


Tengdar fréttir

Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni.

„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran

Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.