Erlent

Meghan og Harry halda til Afríku með Archie

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meghan og Harry með Archie þegar sá stutti var nýfæddur.
Meghan og Harry með Archie þegar sá stutti var nýfæddur. vísir/getty

Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum.



Fjölskyldan verður í Afríku í tíu daga. Heimsóknin byrjar í Höfðaborg í Suður-Afríku og munu Meghan og Archie dvelja þar í landi meðan á heimsókninni stendur.

 



Harry heimsækir einnig Malaví, Botsvana og Angóla þar sem hann mun minnast baráttu móður sinnar, Díönu prinsessu, gegn jarðsprengjum. Þá mun Meghan halda ræðu í Suður-Afríku um ofbeldi gegn konum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×