Erlent

Á fjórða tug brúðkaupsgesta féll í aðgerðum hersins

Kjartan Kjartansson skrifar
Lík eins brúðkaupsgestanna sem féllu í loft- og landárás hersins á talibana flutt burt.
Lík eins brúðkaupsgestanna sem féllu í loft- og landárás hersins á talibana flutt burt. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 35 óbreyttir borgarar sem voru viðstaddir brúðkaup létu lífið í sprengingum og skothríð þegar stjórnarherinn í Afganistan réðst á fylgsni vígamanna í Helmand-héraði í gær. Þrettán til viðbótar særðust, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Stjórnarherinn hélt því fram að árásin hefði beinst að húsi þar sem talibanar hafi þjálfað sjálfsmorðssprengjumenn við hliðina á heimili brúðarinnar. Hermenn hafi eyðilagt mikið magn búnaðar hryðjuverkamanna í árásinni. Rúmlega tuttugu talibanar hafi verið felldir og fjórtán handteknir.

Embættismaður afganska varnarmálaráðuneytisins segir að einn vígamannanna hafi sprengt sjálfsmorðsprengjuvesti sem varð honum og nokkrum öðrum að bana, þar á meðal konu.


Tengdar fréttir

Sprengdi sig í loft upp á kosningafundi forsetans

Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×