Erlent

Á fjórða tug brúðkaupsgesta féll í aðgerðum hersins

Kjartan Kjartansson skrifar
Lík eins brúðkaupsgestanna sem féllu í loft- og landárás hersins á talibana flutt burt.
Lík eins brúðkaupsgestanna sem féllu í loft- og landárás hersins á talibana flutt burt. Vísir/EPA

Að minnsta kosti 35 óbreyttir borgarar sem voru viðstaddir brúðkaup létu lífið í sprengingum og skothríð þegar stjórnarherinn í Afganistan réðst á fylgsni vígamanna í Helmand-héraði í gær. Þrettán til viðbótar særðust, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Stjórnarherinn hélt því fram að árásin hefði beinst að húsi þar sem talibanar hafi þjálfað sjálfsmorðssprengjumenn við hliðina á heimili brúðarinnar. Hermenn hafi eyðilagt mikið magn búnaðar hryðjuverkamanna í árásinni. Rúmlega tuttugu talibanar hafi verið felldir og fjórtán handteknir.

Embættismaður afganska varnarmálaráðuneytisins segir að einn vígamannanna hafi sprengt sjálfsmorðsprengjuvesti sem varð honum og nokkrum öðrum að bana, þar á meðal konu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.