Fótbolti

Ron­aldo komst hvorki í fyrsta sætið hjá lands­liðs­fyrir­liðanum né lands­liðs­þjálfaranum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar og Hamrén á blaðamannafundi.
Aron Einar og Hamrén á blaðamannafundi.
Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén voru ekki sammála um hvaða leikmaður hafi verið besti leikmaður heims á síðasta ári en lokahóf FIFA fór fram í Mílan í gær.

Lionel Messi var kjörinn sá besti en landsliðsþjálfarann setti Argentínumanninn í fyrsta sæti hjá sér. Virgil Van Dijk var í öðru og Cristiano Ronaldo í því þriðja.

Aron Einar var hins vegar með Liverpool-varnarmanninn, Virgil Van Dijk, í fyrsta sæti hjá sér. Messi var í öðru og líkt hjá Hamrén var Cristiano Ronaldo í því þriðja.

Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, tók einnig þátt í kjörinu en hann raðaði leikmönnunum þremur upp eins og Aron Einar; Van Dijk, Messi og svo Ronaldo.

Kvennamegin voru landsliðsfyrirliðinn og þjálfarinn heldur ekki sammála. Sara Björk Gunnarsdóttir var með Megan Rapinoe í fyrsta sætinu, Lavella Rose í öðru og Vivianne Miedema í því þriðja.

Jón Þór Hauksson leitaði hins vegar til Noregs og kaus Ödu Hegerberg í það fyrsta, Rapinoe í það annað og Ellen White í það þriðja.

Rapinoe var svo kjörin besti leikmaður ársins.


Tengdar fréttir

Messi leikmaður ársins að mati FIFA

Lionel Messi er besti leikmaður heims að mati FIFA, en hann var útnefndur leikmaður ársins á verðlaunahófi alþjóðaknattspyrnusambandsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×