Fótbolti

Messi leikmaður ársins að mati FIFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi er bestur í heimi að mati FIFA
Messi er bestur í heimi að mati FIFA vísir/getty
Lionel Messi er besti leikmaður heims að mati FIFA, en hann var útnefndur leikmaður ársins á verðlaunahófi alþjóðaknattspyrnusambandsins í kvöld.

Messi hafði betur gegn Cristiano Ronaldo og Virgil van Dijk í baráttunni um verðlaunin.

Þetta er í sjötta skipti sem Messi er valinn besti leikmaður heims.

Best kvenna var valin Megan Rapinoe, fyrirliði bandaríska landsliðsins sem varð heimsmeistari í sumar. 

Knattspyrnustjóri Liverpool, Jurgen Klopp, var valinn þjálfari ársins. Allir þjálfararnir sem tilnefndir voru komu frá Englandi, hinir voru Pep Guardiola stjóri Manchester City og Mauricio Pochettino stjóri Tottenham.

Alisson var valinn markmaður ársins og hinn átján ára gamli Daniel Zsori fékk Puskas verðlaunin fyrir besta mark tímabilsins. Mark hans skoraði hann fyrir Debrecen í ungversku deildinni með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma.

Í liði ársins voru tveir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Liverpool, fjórir frá Real Madrid, tveir frá bæði Barcelona og Juventus og einn frá PSG.

Lið ársins:

Alisson, Liverpool

Matthijs de Ligt, Ajax og Juventus

Sergio Ramos, Real Madrid

Virgil van Dijk, Liverpool

Marcelo, Real Madrid

Luka Modric, Real Madrid

Frenkie de Jong, Ajax og Barcelona

Eden Hazard, Chelsea og Real Madrid

Kylian Mbappe, PSG

Cristiano Ronaldo, Juventus

Lionel Messi, Barcelona




Fleiri fréttir

Sjá meira


×