Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Loftslagsverkfræði: Verk­efni sem borgar sig ekki að láta bíða

Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir hafa á undanförnum vikum greint frábærlega frá stöðu loftslagsmála á Íslandi miðað við núverandi stefnu, stjórnsýslu og ábyrgðir stjórnvalda í málaflokknum (Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? - Vísir og Nýtt lands­fram­lag – og hvað svo? - Vísir).

Skoðun
Fréttamynd

Losun Kína dregst saman vegna upp­gangs í sólar­orku

Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir.

Erlent
Fréttamynd

Sam­starf sem skilar raun­veru­legum loftslagsaðgerðum

Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða fram­tíð bíður barna okkar árið 2050?

Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út?

Skoðun
Fréttamynd

Hækkun sjávar­máls ógnar styttum Páska­eyju

Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar.

Erlent
Fréttamynd

Virkjanir í Skaga­firði úr vernd í bið en Urriða­foss í nýtingu

Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki.

Innlent
Fréttamynd

„Fordæmalausar hörmungar“ í Frakk­landi

Eldri kona er látin og að minnsta kosti eins er saknað í gróðureldum sem nú geisa í suðurhluta Frakklands. Forsætisráðherrann François Bayrou heimsótti Aude í gær, þar sem eldarnir hafa brunnið á svæði sem er stærra en París.

Erlent
Fréttamynd

„Fordæmalaus hita­bylgja“ leikur Skandínava grátt

Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent