Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2019 21:48 Forsetinn í Háskóla Grænlands í dag. Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands: Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands:
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30