Erlent

Þorskurinn á undir högg að sækja í Norðursjó

Samúel Karl Ólason skrifar
Árið 2017 mældist stofninn um 152.207 tonn og var það besta mælingin frá 1982. Nú í sumar mældist stofninn hins vegar einungis 81.224 tonn.
Árið 2017 mældist stofninn um 152.207 tonn og var það besta mælingin frá 1982. Nú í sumar mældist stofninn hins vegar einungis 81.224 tonn. Getty/Jeff J Mitchell
Breska stofnunin Marine Stewardship Council (MSC) hefur svipt þorskstofni Norðursjávar sjálfbærnisvottorði vegna gífurlegs samdráttar á einungis tveimur árum. Árið 2017 mældist stofninn um 152.207 tonn og var það besta mælingin frá 1982. Nú í sumar mældist stofninn hins vegar einungis 81.224 tonn.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) segir það hættulega lítið af þorski og er óttast um að stofninn gæti þurrkast út í Norðursjó.

Samkvæmt Sky News eru sérfræðingar ekki vissir um hvað leiddi til samdráttarins en einhverjir hafa stungið upp á því að hlýnun sjávar hafi rekið stóran hluta stofnsins á brott og að yngri þorskar eigi erfiðara með að ná fullorðinsaldri.



Bretar borða um 115 þúsund tonn af þorski á ári en mikil meirihluti þess er fluttur inn frá Íslandi, Noregi og Rússlandi. Þorskur frá Íslandi og Noregi er með sjálfbærnisvottorð MSC.

Guardian segir að um mikið högg fyrir sjávarútveg Bretlands sé að ræða og að svipting vottorðsins muni hafa þau áhrif að erfiðara verði að selja þorsk úr Norðursjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×