Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. september 2019 18:45 Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33