Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka í dag: Sýning á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 12:15 Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag, 28. september 2019. Heimasíða Brims Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni.
Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira