Enski boltinn

Leikmannahópur Manchester City sá dýrasti í sögunni: Fyrsta liðið sem kostar yfir milljarð evra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City fagna marki.
Manchester City fagna marki. vísir/getty

Leikmannahópur Manchester City er sá fyrsti sem er virði yfir milljón evra en þetta segir í skýrslu frá CIES Football Observatory.

CIES er tölfræðifyrirtæki sem fjallar um fótbolta og tók fyrir alla leikmannahópana í fjórum stærstu deildunum; ensku deildinni, ítölsku, spænsku og þýsku.

City hefur eytt vel af peningum síðan félagið var tekið yfir 2008 en nú félagið eytt 1,014 billjónum evra í núverandi leikmannahóp sinn.

Með þessum kaupum tók City fram úr PSG (913 milljónir evra) og Real Madrid (902 milljónir evra) sem eru í öðru og þriðja sætinu.

Paderborn er með ódýrasta leikmannahópinn en þeir eru nýliðar í efstu deildinni í Þýskalandi. Leikmannahópur þeirra kostar fjórar milljónir evra.

Manchester United er í sjötta sætinu og kosta 751 milljónir evra en Manchester City er 32 sinnum dýrara en nýliðarnir í Norwich til að mynda.

Hér að neðan má sjá topp tíu listann.

Topp tíu:
Félag - verðgildi núverandi leikmannahóps:
1. Manchester City - 1.014 billion
2. Paris St-Germain - 913m
3. Real Madrid - 902m
4. Manchester United - 751m
5. Juventus - 719m
6. Barcelona - 697m
7. Liverpool - 639m
8. Chelsea - 561m
9. Atletico Madrid - 550m
10. Arsenal - 498mAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.