Enski boltinn

Ekkert verður úr endurkomu Andy Carroll á Anfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carroll og Steve Bruce í stuði.
Carroll og Steve Bruce í stuði. vísir/getty
Andy Carroll mun ekki snúa aftur á Anfield á laugardaginn er Liverpool og Newcastle mætast er enska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleiki.

Carroll gekk í raðir Newcastle á nýjan leik í sumar en hann mun ekki spila með liðinu um helgina er hann er enn að jafna sig eftir meiðsli á ökkla.

Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda árið 2011 en hann hefur verið duglegur að æfa með sjúkraþjálfurum Newcastle. Hann er þó ekki kominn í nægilega gott form að mati Steve Bruce.







Carroll horfir í leikinn gegn Newcastle í lok mánaðarins en Newcastle er með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×