Enski boltinn

Ekkert verður úr endurkomu Andy Carroll á Anfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carroll og Steve Bruce í stuði.
Carroll og Steve Bruce í stuði. vísir/getty

Andy Carroll mun ekki snúa aftur á Anfield á laugardaginn er Liverpool og Newcastle mætast er enska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleiki.

Carroll gekk í raðir Newcastle á nýjan leik í sumar en hann mun ekki spila með liðinu um helgina er hann er enn að jafna sig eftir meiðsli á ökkla.

Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda árið 2011 en hann hefur verið duglegur að æfa með sjúkraþjálfurum Newcastle. Hann er þó ekki kominn í nægilega gott form að mati Steve Bruce.

Carroll horfir í leikinn gegn Newcastle í lok mánaðarins en Newcastle er með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.