Enski boltinn

Ramos um Pogba: Dyrnar eru opnar fyrir hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba mun væntanlega yfirgefa Manchester United næsta sumar.
Paul Pogba mun væntanlega yfirgefa Manchester United næsta sumar. vísir/getty
Sergio Ramos, varnarmaður og fyrirliði Real Madrid, segir Paul Pogba einn af bestu leikmönnunum og segir Spánverjinn að Pogba sé velkominn til Real Madrid.

Pogba og umboðsmaður hans, Mino Raiola, töluðu báðir um það í sumar að Frakkinn vildi burt frá Old Trafford en United neitaði að selja Pogba.

United hafnaði tilboði frá Real Madrid sem hljóðaði upp á tæplega 30 milljónir punda auk James Rodriguez en United keypti Frakkann á 89 milljónir punda árið 2016.

„Ég held að Real Madrid sé alltaf með dyrnar opnar fyrir eins góðan leikmann og Pogba,“ er haft eftir Ramos í Daily Express.







Real voru duglegir á leikmannamarkaðnum í sumar og eyddu um 270 milljónum punda í Eden Hazard, Luka Jovic og Eder Militao til að mynda.

„Fyrir mér er Pogba einn af bestu leikmönnunum. Hann er öðruvísi og hefur sýnt gæði sín hjá Juventus og nú hjá Man. Utd. Hann kemur með jafnvægi í liðið. Hann er frábær sóknarlega og er með ótrúlegan styrk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×