Engin búin að æla enn þá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2019 13:10 Marglyttur á sundi nú skömmu fyrir hádegi. Mynd/Aðsend Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma. Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma.
Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18