Fótbolti

Hannes: Grátlegt að ná ekki að nýta sér það að koma tvisvar til baka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson var ekki upplitsdjarfur eftir 4-2 tap Íslands gegn Albaníu á útivelli í kvöld er liðin mættust í undankeppni EM 2020.„Þetta var skelfilegt tap. Þetta var mjög vont upp á stöðuna í riðlinum og í ljósi þess hvernig leikurinn þróast þetta er þetta extra súrt,“ sagði Hannes.„Mér fannst við vera með þá og við ætluðum að vinna. Það var viðbúið að þeir myndu koma á okkur og var áhlaup sem við hefðum þurft að varast. Við vorum með nægilega marga bak við boltann og þeir grísa þriðja markinu inn.“Íslenska liðið kom tvisvar til baka í leiknum og segir Hannes að það hafi verið vonbrigði að nýta sér það ekki betur.„Það er grátlegt að ná ekki að nýta sér það að koma tvisvar til baka. Við höfðum trú á því að ef við myndum koma til baka tvisvar að þeir myndu brotna.“Hann er þó ekki búinn að gefa upp vonina í riðlinum.„Við erum enn lifandi í þessu. Við svekkjum okkur á þessu núna og staðan verður tekinn næst er við komum saman gegn Frökkum. Við erum í bullandi séns og keyrum á þetta áfram,“ sagði Hannes við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.