Fótbolti

Hamrén sér ekki eftir því að skipta um kerfi og taka Kolbein út

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erik Hamrén sá ekki eftir því að hafa breytt um leikkerfi og tekið Kolbein Sigþórsson út úr byrjunarliðinu þrátt fyrir 4-2 tap Íslands fyrir Albaníu ytra í kvöld.„Ég er vonsvikinn með fyrri hálfleikinn. Við spiluðm ekki vel, gerðum ekki það sem við eigum að gera, spiluðum ekki sem lið í vörninni og vorum of dreifðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu eftir leikinn.„Þetta var auðveldur leikur fyrir Albaníu í fyrri hálfleik.“„Við byrjuðum miklu betur í seinni hálfleik og skoruðum en þeir skoruðu aftur og það var ekki það sem við vildum. Eftir að við komum til baka aftur þá áttum við góðan kafla.“„Því miður skoruðu þeir þriðja markið. Eftir það þurftum við að sækja fram og þá dreifðist úr okkur.“Hamrén breytti um leikkerfi, fór í 4-5-1 með Jón Daða frammi og Gylfa fyrir aftan hann. Sér hann eftir þeirri ákvörðun?„Nei, ég get ekki sagt það. Það var ekki vandamálið í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik byrjuðm við með sama kerfið en vorum með betra hugarfar og unnum saman.“Ísland fékk þrjú stig úr þessum landsliðsglugga. Í október spilar liðið við Andorra og Frakkland á heimavelli í leikjum þar sem við þurfum helst að fá stig gegn heimsmeisturunum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.