Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íþróttadeild skrifar 10. september 2019 20:52 Gylfi skoraði og var besti leikmaður Íslands. vísir/daníel Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira