Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íþróttadeild skrifar 10. september 2019 20:52 Gylfi skoraði og var besti leikmaður Íslands. vísir/daníel Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann