Enski boltinn

Samherji Gylfa fékk peningasekt og viðvörun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mina hefur staðið vel vaktina í vörn Everton síðan hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona.
Mina hefur staðið vel vaktina í vörn Everton síðan hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona. vísir/getty
Yerry Mina, varnarmaður Everton, hefur verið sektaður um tíu þúsund pund og fékk aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu eftir brot á reglum sambandsins.

Hinn 24 ára gamli Mina birtist í sjónvarpsauglýsingu í heimalandinu, Kólumbíu, þar sem hann auglýsti veðmálafyrirtækið Betjuego.

Í vörn Everton sögðu þeir að Mina væri ekki góður í ensku og hann hafi ekki skilið hvernig reglurnar væru um veðmál og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.





Enska knattspyrnusambandið sagði að sektin væri viðeigandi en Everton sagði einnig að auglýsingin hafi verið fjarlægð um leið og ljóst var að Mina hafi brotið reglur.

Mina gekk í raðir Everton frá Barcelona í ágúst 2018 og hefur leikið vel með liðinu síðan. Hann hefur myndað gott miðvarðapar með Michael Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×