Enski boltinn

Samherji Gylfa fékk peningasekt og viðvörun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mina hefur staðið vel vaktina í vörn Everton síðan hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona.
Mina hefur staðið vel vaktina í vörn Everton síðan hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona. vísir/getty

Yerry Mina, varnarmaður Everton, hefur verið sektaður um tíu þúsund pund og fékk aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu eftir brot á reglum sambandsins.

Hinn 24 ára gamli Mina birtist í sjónvarpsauglýsingu í heimalandinu, Kólumbíu, þar sem hann auglýsti veðmálafyrirtækið Betjuego.

Í vörn Everton sögðu þeir að Mina væri ekki góður í ensku og hann hafi ekki skilið hvernig reglurnar væru um veðmál og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.Enska knattspyrnusambandið sagði að sektin væri viðeigandi en Everton sagði einnig að auglýsingin hafi verið fjarlægð um leið og ljóst var að Mina hafi brotið reglur.

Mina gekk í raðir Everton frá Barcelona í ágúst 2018 og hefur leikið vel með liðinu síðan. Hann hefur myndað gott miðvarðapar með Michael Keane.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.