Enski boltinn

Eiður Smári á mark dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári skorar gegn Southampton 2. apríl 2005.
Eiður Smári skorar gegn Southampton 2. apríl 2005. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, á mark dagsins í ensku úrvalsdeildinni.Á hverjum degi birtist myndband af einu marki úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar á samfélagsmiðlum hennar.Í dag varð mark Eiðs í 1-3 sigri Chelsea á Southampton 2. apríl 2005 fyrir valinu.Eiður rak þá smiðshöggið á frábæra sókn Chelsea þar sem leikmenn liðsins létu boltann ganga sín á milli í fáum snertingum. Markið má sjá hér fyrir neðan.Eiður skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í leiknum og Frank Lampard eitt. Kevin Philipps skoraði mark Southampton.Tímabilið 2004-05 skoraði Eiður tólf deildarmörk fyrir Chelsea sem varð Englandsmeistari í fyrsta sinn í 50 ár. Chelsea varð einnig deildabikarmeistari á þessu fyrsta tímabili undir stjórn José Mourinho.Þetta tímabil lék Eiður alls 57 leiki fyrir Chelsea í öllum keppnum og skoraði 16 mörk. Aðeins Lampard lék fleiri leiki (58) og skoraði fleiri mörk (19).
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.