Enski boltinn

Eiður Smári á mark dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári skorar gegn Southampton 2. apríl 2005.
Eiður Smári skorar gegn Southampton 2. apríl 2005. vísir/getty

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, á mark dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Á hverjum degi birtist myndband af einu marki úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar á samfélagsmiðlum hennar.

Í dag varð mark Eiðs í 1-3 sigri Chelsea á Southampton 2. apríl 2005 fyrir valinu.

Eiður rak þá smiðshöggið á frábæra sókn Chelsea þar sem leikmenn liðsins létu boltann ganga sín á milli í fáum snertingum. Markið má sjá hér fyrir neðan.


Eiður skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í leiknum og Frank Lampard eitt. Kevin Philipps skoraði mark Southampton.

Tímabilið 2004-05 skoraði Eiður tólf deildarmörk fyrir Chelsea sem varð Englandsmeistari í fyrsta sinn í 50 ár. Chelsea varð einnig deildabikarmeistari á þessu fyrsta tímabili undir stjórn José Mourinho.

Þetta tímabil lék Eiður alls 57 leiki fyrir Chelsea í öllum keppnum og skoraði 16 mörk. Aðeins Lampard lék fleiri leiki (58) og skoraði fleiri mörk (19).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.