Enski boltinn

Heskey um erfiða tíma hjá Liverpool: Lagðist niður og grét

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emile Heskey í eldlínunni með Liverpool í leik gegn Newcastle.
Emile Heskey í eldlínunni með Liverpool í leik gegn Newcastle. vísir/getty
Emile Heskey, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að hann hafi legið heima hjá sér og grátið við komuna til Liverpool árið 2000.Englendingurinn segir að hann hafi lent í vandræðum er Liverpool keypti hann á ellefu milljónir punda í mars mánuði árið 2000 en hann var dýrasti leikmaður Liverpool á þeim tíma.„Þetta var í sex mánuði. Ég varð að þroskast fljótt því ég átti börn og átti kærustu. Ég lá einfaldlega á gólfinu og byrjaði að gráta,“ sagði Heskey við The Guardian.„Ég var bara: „Hvað hef ég gert? Ég veit ekki hvort að ég hafi tekið réttu ákvörðunina.“ Það skrýtnasta er þó að þegar ég fór á æfingu var allt í góðu.“Heskey skoraði 60 mörk í 223 leikjum á fimm árum fyrir Liverpool og vann enska bikarinn, UEFA-bikarinn og enska deildarbikarinn. Hann kom víða við áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2016.„Síðan skyndilega fann ég hárgreiðslumann, ég eignaðist vini og rútínu. Já, þetta var skrýtinn tími en undarlegur. Ég var skrýtinn og þegar ég hugsa aftur þá hugsa ég afhverju ég settist bara ekki hjá liðsfélögunum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.