Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 10:56 Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Vísir/EPA Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum. Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum.
Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30
Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“