Enski boltinn

Kompany missir af eigin góðgerðaleik vegna meiðsla: „Dæmigert fyrir mig“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany kveður Manchester City formlega í kvöld.
Kompany kveður Manchester City formlega í kvöld. vísir/getty

Vincent Kompany getur ekki spilað í eigin góðgerðarleik á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld vegna meiðsla.

„Þetta er dæmigert fyrir mig, er það ekki?“ sagði Kompany á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag. Orð að sönnu enda var Kompany mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City.


Í góðgerðaleiknum mætir úrvalslið City goðsögnum úr ensku úrvalsdeildinni.

Kompany lék með City á árunum 2008-19 og var lengi fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf City í sumar og tók við sem spilandi þjálfari hjá Anderlecht í Belgíu.

Kompany varð fjórum sinnum Englandsmeistari með City, tvisvar sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum deildabikarmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.