Enski boltinn

Kompany missir af eigin góðgerðaleik vegna meiðsla: „Dæmigert fyrir mig“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany kveður Manchester City formlega í kvöld.
Kompany kveður Manchester City formlega í kvöld. vísir/getty
Vincent Kompany getur ekki spilað í eigin góðgerðarleik á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld vegna meiðsla.„Þetta er dæmigert fyrir mig, er það ekki?“ sagði Kompany á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag. Orð að sönnu enda var Kompany mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City.Í góðgerðaleiknum mætir úrvalslið City goðsögnum úr ensku úrvalsdeildinni.Kompany lék með City á árunum 2008-19 og var lengi fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf City í sumar og tók við sem spilandi þjálfari hjá Anderlecht í Belgíu.Kompany varð fjórum sinnum Englandsmeistari með City, tvisvar sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum deildabikarmeistari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.