Fátæktin skattlögð Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 21:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55