Fátæktin skattlögð Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 21:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55