Fótbolti

Endurkomusigur Blika í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karólína Lea var hetja Blika í kvöld
Karólína Lea var hetja Blika í kvöld vísir/daníel
Breiðablik vann eins marks sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld.Blikar lentu tvisvar undir en náðu að jafna í tvígang og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði svo sigurmarkið fyrir Breiðablik tíu mínútum fyrir leikslok.Leikurinn byrjaði eins illa og gat orðið fyrir Breiðablik þegar gestirnir frá Tékklandi skoruðu strax á þriðju mínútu.Blikar voru hins vegar aðeins tíu mínútur að jafna leikinn, það gerði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir góða sókn Blika.Á 35. mínútu komust gestirnir aftur yfir með klaufalegu marki að hálfu Breiðabliks, það gekk illa að hreinsa úr teignum og Sonný Lára var komin úr stöðu í markinu.Eftir nokkrar tilraunir náði Breiðablik loks að jafna aftur á 77. mínútu leiksins og aftur var það Berglind Björg. Aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Karólína svo markið sem réði úrslitum.Liðin mætast öðru sinni í Prag eftir tvær vikur og eru Blikar í ágætum málum fyrir þann leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.