Breiðablik vann eins marks sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld.
Blikar lentu tvisvar undir en náðu að jafna í tvígang og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði svo sigurmarkið fyrir Breiðablik tíu mínútum fyrir leikslok.
Leikurinn byrjaði eins illa og gat orðið fyrir Breiðablik þegar gestirnir frá Tékklandi skoruðu strax á þriðju mínútu.
Blikar voru hins vegar aðeins tíu mínútur að jafna leikinn, það gerði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir góða sókn Blika.
Á 35. mínútu komust gestirnir aftur yfir með klaufalegu marki að hálfu Breiðabliks, það gekk illa að hreinsa úr teignum og Sonný Lára var komin úr stöðu í markinu.
Eftir nokkrar tilraunir náði Breiðablik loks að jafna aftur á 77. mínútu leiksins og aftur var það Berglind Björg. Aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Karólína svo markið sem réði úrslitum.
Liðin mætast öðru sinni í Prag eftir tvær vikur og eru Blikar í ágætum málum fyrir þann leik.
Endurkomusigur Blika í Meistaradeildinni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn


Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti

Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn